laugardagur, 3. janúar 2015

Nýja vefsíðan okkar

Jæja þá er nýja vefsíðan okkar thaiiceland.is að fá á sig mynd. Eins og oftast að þá er búið að eyða mörgum klukkutímum í að hanna, skoða, breyta, skoða aftur, laga og breyta, skoða enn aftur og...... þar til maður er loksins komin á þann stað að maður er nokkuð sáttur með árangurinn. Auðvitað er búið að leysa mörg vandamál í millitíðinni, til að ná þessum áfanga.
Eitt fyrsta vandamálið tengdist myndaalbúmminu. Það virkaði bara ekki og það var ekki fyrr en eftir margar tilraunir og breytingar að ég komst að því að sennilega var eitthvað "conflict" á milli "script-a" hjá picasaweb album-inu og "script-um" vefsíðunar minnar. Sú leið sem ég fór til að komast framhjá þessu vandamáli var að búa til sérstaka síðu bara til að sýna myndirnar og byrta þessa síðu í svokölluðu "iframe", sem er gluggi inni í aðalvefsíðunni. Notandi sem skoðar síðuna veit ekkert af þessum glugga, því síðan byrtist eins og um eina vefsíðu er að ræða. Samt eru þarna tvær síður. Ein sem er með sameiginlegt útlit alls vefsins (það er hausin og linkarnir allt þar, + "fóturinn" eða neðsti hluti síðurnar). Inni í miðjuni er síðan gluggi (sem engin sér), og þar inni í opnast önnur vefsíða sem inniheldur picasavef-myndirnar. Sú síða þarf ekki að hafa haus og fót sameiginlegu síðunar, heldur byrtir bara myndirnar, og þá þarf sú síða bara að innihalda "script" fyrir picasavef og þá verður ekkert vandamál á milli "script-a".

Eitt af öðrum vandamálunum var að eiga við Bloggið. Fyrst var að ákveða hvort ég ættlaði að hýsa bloggið sjálfur, eða stofna bloggið á einhverjum af hinum fjölda bloggvefja. Eftir smá umhugsun að þá ákvað ég að byrja á að vera með bloggið á einvherjum bloggvefnum, og ef ég verði duglegur að blogga (eða fjölskyldumeðlimirnir), að þá fara út í að hýsa þetta á vefnum mínum. Með þessu að þá þarf ég ekki að fara í að innstalla WordPress, Joomla, Drupal eða eitthvað annað bloggforrit inn á hýsinguna hjá mér og setja það allt saman upp. Það er auðvitað MIKLU betra að vera með þetta sjálfur. En á meðan ég veit ekki hvort ég verði mikill bloggari eða ekki, að þá finnst mér ekki komin tími á þessháttar aðgerðir.
Eftir þessa ákvörðun þurfti að finna aðferð til að byrta bloggin á vefnum mínum. Það eru nokkrar vefsíður sem bjóða upp á svoleiðis aðferðir og þá var það bara spurning hvar ég tæki mína lausn. Eftir að gera samanburð á þremur síðum að þá valdi ég feed2js.org (http://feed2js.org/). Útlitið frá þeim er mjög gott og eins get ég valið að þegar smellt er á bloggið, að þá opnist það í nýjum glugga.

Svona tekur maður einn og einn hlut í einu og leysir þau vandamál sem verða, þar til maður er búin að klára vefin. Einhverstaðar í miðju ferlinu tókst mér að ganga frá "Contact Us" hlutanum. Síðan þegar ég var að gera prufur að senda póst að þá komst ég að því að stundum fékk ég póst, og stundum ekki. Þetta var html og php kóðar sem ég fann hlóð niður af netinu. In í þessu var heljarinnar "skript" skjal og það svo mikið og langt að ég gat engan vegin skoðað og áttað mig á því öllu. Ég er alltaf hálf smeikur við svona sem maður getur ekki skoðað allt. Í heimi þar sem allt er fullt af vírusum og forritum sem stela auðkennum, að þá finnst mér alltaf varasamt að nota eitthvað sem maður veit ekki hvað er.
Ég ákvað að gera aðra leit og fann miklu einfaldari php skjal sem ég skildi og gat þá lagað til eftir mínum þörfum, þar til ég var sáttur við útlit og útkomu. Þá kom upp annað vandamál. Þeir póstar sem ég fékk frá þessu, komu ekki með íslensk tákn, heldur alskonar bull í staðin fyrir íslensku stafina. þá var að gera aðra leit og finna út hvernig hægt væri að laga það. Eftir mjög mikla leit (virðist ekki vera mikið um lausnir á þessu), að þá loks fann ég aðferð til að halda íslensku stöfunum. Þetta vandamál tengist php skjalinu (því skjali sem býr til tölvupóstinn). html skjalið tekur við upplýsingunum frá gesti á vefsíðuna og skilar útkomunni yfir til php skjalsins. Það skjal raðar svo þessum upplýsingum í viðeigandi hluta tölvupóstsins (frá hvaða póstfangi, á hvaða póstfang, Cc póstfang, reply póstfang, subject og síðan en ekki síst innihald póstsins). php skjalið vinnur venjulega ekki með alþjóðleg tákn og skilar þeim sem eitthvað bull í póstinum sem skjalið sendir frá sér. Það er ekki nema með sérstökum aukalínum í kóðanum sem maður kemst framhjá þessu vandamáli og fær tölvupóstin á góðri íslensku (eða jafngóðri og gesturinn skrifar:) ). 

Svona er þetta nú, og loksins á síðasta degi, síðasta árs (2014), tókst mér að klára þessi vandamál öll og var orðin nokkuð sáttur með útkomuna.
Svona er það að setja upp vef. Þolinmæði og aftur þolinmæði. Endalaus vandamál sem þarf að finna lausn á. En með því að halda stöðugt áfram, að þá kemur að því að maður finnur allar lausnir og verður sáttur.

Kveðja
Kjarri - thaiiceland