föstudagur, 26. desember 2014

Fyrsta thaiiceland.is bloggið


Jæja..... Hér er fyrsta thaiiceland.is, bloggið okkar.
Þetta verður stutt blogg, bara til að sjá að allt virki og líti út eins og á að vera. Þó að ég (Kjarri), verð ekki svo mjög virkur í blogginu, þá kemur alltaf einhverntíman fyrir að maður vill koma einhverju frá sér. Eins vona ég að aðrir meðlimir fjölskyldunar (thaiiceland-fjölskyldunar), komi til með að skrifa hér líka og þá tekst kannski að ná að blogga nokkuð reglulega. Svo er þá líka mögulegt að það komi blogg á Thailensku, (konan mín og jafnvel dætur gætu þá átt til að blogga á Thailensku).
Fyrstu tölvurnar í thaiiceland netkaffinu - 2004


Til að hafa eitthvað að tala um í þessari færslu, þá ættla ég bara að rekja sögu thaiiceland vefjana.
Í september 2004, fluttum við fjölskyldan út til Thailands. Í enda nóvember sama ár, þá opnuðum við lítið internet-kaffi (mjög lítið í byrjun), og í desember ákvað ég að fá mér lén. Þá keypti ég thaiiceland.com lénið. Ég setti það upp og hafði það sem upphafsíðu á þeim tölvum sem við vorum með í internet-kaffinu. Upphaflega var þetta mjög einföld heimasíða. Ég kunni ekki mikið fyrir mér í html-forritun og fannst bara gott þegar ég gat látið þetta virka.
Fljótlega var húsnæðið orðið allt of lítið -2005
Smátt og smátt lagaði ég og "betrumbætti" heimasíðuna, allt eftir því hvernig mér tókst að auka html-kunnáttuna, þá helst með því að leita að lausnum á internetinu. 
En allan tíman langaði mér alltaf að eignast íslenska lénið líka. Íslensku lénin voru (og eru enn), dýrari en lén sem enda á .com eða .net, og ég gerði aldrei úr því að kaupa mér íslenska lénið.


Eftir að við fluttum aftur heim til Íslands, í september 2012, að þá hefur lönguninn eftir .is léninu aukist til muna.
Nú er ég búin að eiga thaiiceland.com í um 10 ár, svo mér fannst eiginlega vera komin tími á að láta draumin rætast og kaupa íslenska lénið. Núna á 10 ára afmæli thaiiceland.com lét ég svo verða af því að kaupa lénið.
thaiiceland internet-kaffið í nýju húsnæði - 2006
Komið í betra húsnæði - 2006
Þegar ég var búin að kaupa lénið að þá fór ég að leita að hýsingu fyrir lénið. Ég er með hýsingu fyrir thaiiceland.com vefin, hjá webs.com. Ég hef fundist þeir veita góða þjónustu og líkar að mörgu leiti vel við þá. Hins vegar finnst mér líka vanta margt þar, og þessvegna ákvað ég að leita annarstaðar fyrir hýsingu á nýja vefnum. Eftir mikla leit að þá ákvað ég að velja annan erlendan hýsingar-aðila. Verðið var tiltölulega gott og þetta virtist vera stórt og nokkuð öruggt fyrirtæki, og allar þjónustur sem ég vildi voru innifaldar í verðinu. Þar bauðst mér líka lén (frítt), innifalið í verðinu. Íslensk lén eru dyrari og þau fær maður ekki frí. Ég ákvað að fá mér þá .net endinguna og hýsa svo báðar síðurnar þarna. Hjá þeim kostar ekkert aukalega að hýsa mörg lén á einni áskrift.
thaiiceland netkaffið (Farrang-Internet) - 2006
En þá kom bab í bátin. Þegar ég var búin að kaupa .net lénið (thaiiceland.net), að þá komst ég að því að isnic (fyrirtækið sem sér um öll íslensku .is lénin), er ekki með þjónustusamning við þennan aðila. Þó ég hafi haldið úti vefsíðu í 10 ár, þá hélt ég allan tíman að ég gæti flutt hýsinguna bara hvert sem er, og datt ekki í hug að þarna þurfti að vera þjónustusamningur á milli. 
isnic er með samninga við fjöldan allan af bæði Íslenskum og erlendum hýsingar-aðilum, en bara ekki við þann aðila sem ég var búin að kaupa áskrift hjá.... Það þíðir að ég keypti .net lénið, í raun án þess að þurfa þess (og áskriftina á hýsingunni líka). Ég keypti 3ja ára áskrift á hýsingu þar og skoða það bara þegar þar að kemur, hvort ég haldi .net léninu, (auðvitað er gaman að eiga það, en kannski óþarfa bruðl).

Ég ákvað að láta Íslenska lénið vera á Íslensku (að mestu leiti, það eru einhver atriði á ensku). Til að byrja með, þá afritaði ég Íslensku síðurnar og nota þær líka á .net léninu. Ég reikna með að breyta því síðar og setja þá síðu annaðhvort á Ensku eða Thailensku (ef konan mín getur hjálpað mér við það).

Jæja.. þetta stutta blog er orðið allt of langt og tími til að hætta núna.
Vonast til að skrifa eitthvað skemmtilegt fljótlega.

Kveðja.
Kjarri - thaiiceland.