þriðjudagur, 27. desember 2016

Frá Bangkok til Keflavíkur, í september 2012


Ferðalagið okkar frá Bangkok í Thailandi til Íslands (í september 2012).



Ath. að þetta var skrifað fáeinum dögum eftir þá ferð, og er hér að mestu óbreytt.



Við hófum nú fyrir fáeinum dögum ferðalag okkar frá Bangkok í Thailandi til Reykjavíkur á Íslandi. Að öllu jöfnu að þá þarf ekki mikið að skrifa um svona flugferðir. Þær ganga venjulega snuðrulaust fyrir sig og ekkert í raun sem þarf að skrifa um.

En þó að í upphafi hafi þetta litið út fyrir að vera svona “VENJULEG” ferð að þá breyttist það nú nokkuð fljótt. Við undirbúning, reyndum að halda kostnaðinum í lágmarki og fundum ferð sem tók lengri tima, en var í staðin töluvert undir þeim verðum sem gengur og gerist. Þetta ferðalag átti að taka langan tíma, um 42 tíma en þar sem við áttum meira af tíma en peningum að þá ákváðum við að taka þetta flug, og jafnvel þó við reiknuðum með að fjölskyldan yrði mjög þreytt eftir svona ferð.

Flugið átti að vera á þessa leið.

  1. Frá Bangkok til Colombo á SriLanka. Rúmlega 3ja tíma flug að kvöldi og við ættluðum að eyða nóttinni á flugvellinum og fara í flug til London 14 tímum síðar.
  2. Frá Colombo til London-Heathrow. Yfir 11 tíma flug. Við ættluðum að taka minibus þaðan til Luton flugvallar og eyða svo nóttinni á þeim flugvelli og fara í flug til Íslands um 10 tímum síðar.
  3. Frá London-Luton til Keflavík á Íslandi. Um 3 tíma flug.



Samtals átti þetta að vera um 42 tímar og auðvitað reiknaði maður með að fjölskyldan yrði nokkuð þreytt við heimkomuna.

Konan mín er Thailensk og þarf auðvitað vegabréfsáritun til Íslands. Við vorum búin að fara í það ferli og hún var komin með Schengen áritun til Íslands (og þá auðvitað til alls Schengen-svæðisins). Og vegna þess að við vorum að fara á milli flugvalla í Englandi (sem er fyrir utan Schengen), þá var maður búin að kanna þær reglur sem þar gilda. Ég var búin að kanna heimasíðu Bresku vegabréfaeftirlitsins og búin að finna það út að sem „Transit“ þyrfti hún enga áritun. Fjölmörg lönd og þar með talið Thailand þurfa ekki að sækja um Transit visa ef vissum skilyrðum er fullnægt (allavega eftir upplýsingum af vef Breska vegabréfaeftirlitsins). Þessi skilyrði eru eftirfarandi.



(þetta voru þau skilyrði sem giltu 2012, nú er búið að breyta þessu)

Ferðamaður sem á rétt á “Transit without visa” TWOV verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

  1. Að koma til Bretlands með flugi og fara frá Bretlandi með flugi.
  2. Timi milli komu og brottfarar má ekki fara yfir 24 Klukkustundir.
  3. Ferðamaðurinn verður að vera með “Confirmed” flugmiða frá Bretlandi.
  4. Ferðamaðurinn verður að vera með gilda vegabréfsáritun til Áfanga-lands



Ég var auðvitað búin að lesa þessar reglur oftar en einusinni og oftar en tvisvar. Búin að þræða línu fyrir línu og vera alveg með það á hreinu að konan þyrfti ekki að sækja um áritun til Bretlands, heldur ættum við að getað farið með Minibus (sem við vorum búin að bóka og greiða fyrir), til Luton flugvallar og beðið þar eftir fluginu okkar til Íslands (sem við vorum auðvitað líka búin að bóka og greiða fyrir).



Við hófum svo ferðalagið til Colombo. Allt gekk vel og við lentum þar á eðlilegum tíma eftir rúmlega 3 tíma flug. Við vorum þar yfir nóttina á flugvellinum og fórum svo að hliðinu fyrir brottför okkar til London og vorum þar á réttum tíma. Þar var auðvitað þetta hefðbundna „Check“ og við það „check“ sáu flugvallarstarfsmenn að konan mín hafði enga áritun til Bretlands. Ég sagði þeim að við mundum bara fara í „Transit“ í Bretlandi og ættum að vera innan þeirra reglna sem þar giltu um Transit. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig (og tryggja flugfélaginu að það lendi ekki í neinum skaða), þá höfðu starfsmennirnir samband við Breska vegabréfaeftirlitið til að forvitnast um þessar reglur. Sá starfsmaður sem tók við símtalinu vildi tala við mig, og auðvitað var það sjálfsagt. Ég sagði honum frá okkar ferðalagi og sagði honum jafnframt af þessum upplýsingum sem ég hafði fengið af vefsvæði þeirra. Þessi starfsmaður sagði mér að bragði að þetta væri allt rétt hjá mér... en hins vegar hefði vegabréfaeftirlitið alltaf síðasta orðið í þessari ákvörðun (sem ég skildi auðvitað, auðvitað vildu þeir getað stöðvað glæpamenn og skipulagða glæpastarfsemi og annað sem er ekki talið æskilegt að fá inn í landið). Hins vegar datt mér aldrei í hug að þetta „síðasta orð vegabréfaeftirlitsins“, væri notað til að stöðva 5 manna saklausa fjölskyldu á leið sinni heim til Íslands!!!

Eftir einhverja umhugsun að þá tilkynnti þessi starfsmaður Breska vegabréfaeftirlitsins „að þó konan mín væri með GILDA SCHENGEN-VEGABRÉFAÁRITUN til Íslands að þá hefði hann samt enga tryggingu fyrir því að henni verði hleypt inn í landið (Íslands)“. Í framhaldinu tilkynnti hann mér að hann muni ráðleggja starfsmönnum flugfélagsins að taka okkur EKKI með í þetta flug til London!!!!!

Maður auðvitað verður í hálfgerðu sjokki. Ég var búin að greiða fyrir allt farið heim, greiða fyrir ferð á milli flugvalla í Bretlandi, og það var búið að undirbúa að taka á móti okkur á Keflavíkurflugvelli við heimkomuna....

Ég bara skyldi ekki þessa ákvörðun og vildi reyna að skýra mál okkar, svo ég reyndi að segja „but.....“, maðurinn greip framí fyrir mér og sagði að þetta væri hans endanleg ákvörðurn. Ég reyndi annað „but!....“ en aftur var gripið frammí og sagt “No this is my final desission and there is nothing you can do about it.“ „Give me contact to the Airline officer”.

Mér var auðvitað meinílla við að gera það, en hafði auðvitað engan annan kost, svo ég varð að láta flugvallarstarfsmannin fá síman og bíða svo eftir að hann tilkynnti okkur, að „vegna þessarar ákvörðunar starfsmanns Breska vegabréfaeftirlitsins að þá gæti flugfélagið ekki tekið okkur með í þetta flug til London“.



Við vorum auðvitað í algeru rusli og vissum ekkert hvað yrði næst. Eftir nokkrar langar mínutur að þá kom þessi flugvallarstarfsmaður aftur til okkar, og sagði okkur að það eina sem við gætum gert væri að fá flug beint inn á Schengen svæðið (þar sem konan mín væri með gilda vegabréfsáritun þangað). SriLankan Flugfélagið flaug bæði til Frankfurt og til Parísar og á annan áfangastaðinn ættum við að fara. Síðar tilkynnti flugfélagið okkur að þeir ættluðu að koma eins mikið á móti okkur og þeir gætu, og mundu breyta flugmiðunum okkar (okkur að kostnaðarlausu), og útvega okkur flug annaðhvort til Frankfurt eða til Parísar. Síðan kom í ljós að öll flug til Frankfurt voru fullbókuð til 22 september, svo flugfélagið útvegaði flug til Parísar þann 19 sept (eða eftir einn og hálfan sólahring). Þeir útveguðu okkur líka gistingu á litlu hóteli með morgun-, hádegis- og kvöldmat, þar til við færum í flugið (og það var okkur líka að kostnaðarlausu).

Þetta flugfélag kom eins mikið á móti okkur í þessum vandræðum okkar eins og það mögulega gat og við erum þeim mjög þakklát hvernig þau brugðust við þessu. Ástæða er til að endurtaka hvaða flugfélag um er að ræða þar sem þeir gerðu það mikið fyrir okkur. Þetta er flugfélagið SriLankan-Air og í framtíðinni munum reyna eftir megni að velja það flugfélag þegar við veljum okkur flug.



Þá hófst auðvitað mikil leit að flugi frá París til Keflavíkur. Í upphafi þessarar greinar að þá sagði ég að við höfðum valið þetta flug þar sem við reyndum að halda flugverðinu eins lágu og við gátum, en fyrsta leit að flugi frá París gaf okkur hærra verð en allt flugið frá Bangkok til Íslands ásamt kostnaðinum fyrir minbus á milli flugvalla í London. Verðið frá París þann 19 september fyrir okkur 5 (3 persónur yfir 12 ára og 2 börn, 4ra og 10 ára) var nærri 500 þúsund. Það var of stór pakki og ég bað vini okkar heima (sem voru í betra netsambandi en ég, þar sem ég var bara að nota símann), að athuga með flug (og t.d. frá París til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands). Fáeinum klukkutímum síðar að þá hringdi vinur minn í mig og sagði mér að hann hefði fundið fargjald frá París til Keflavíkur að kvöldi 20 september (komutíma eftir miðnætti til Keflavíkur), á mjög góðu verði (innan við 100 þús. fyrir okkur öll). Við tókum því auðvitað og ég bókaði það með farsímanum.

Við flugum svo til Parísar eftir miðnætti aðfaranótt 19 september og vorum komin þangað eftir rúmlega 11 tíma flug, og lentum klukkan 9 að morgni 19 september. Þar ákváðum við fjölskyldan að bíða peningalítil á flugvellinum í þann eina og hálfa sólahring fyrir flugið okkar heim. Við vorum svo lent á Keflavík rétt eftir miðnætti aðfaranótt 21 september eftir að hafa verið 5 daga á leiðinni frá Bangkok til Keflavikur.

Ég var svo reiður yfir þessari ákvörðun Breska vegabréfaeftirlitsins og fannst engin ástæða til annars en að láta vita af þessu. Breska vegabréfaeftirlitið gefur út upplýsingar á heimasíðu sinni um þær reglur sem gilda um vegabréfsáritun til Bretlands. Maður gerir sig alltaf grein fyrir því að auðvitað vilja allar þjóðir spornað við að fá glæpalíð inn í landið, en að ráðast á venjulega fjölskyldu á leið heim, fjölskyldu með 3 börn sem engin hætta stafar af, það datt manni auðvitað aldrei í hug að mundi gerast. Og sú afsökun að segja að það sé óvíst að henni verði hleipt inn í landið á Íslandi (þrátt fyrir að vera með Schenngen-vegabréfsáritun), er auðvitað nánast út í hött. Það er ekki eins og maður fái svona áritanir frítt í morgunkornspökkum! Nei það er nefnilega töluvert ferli að fá svona áritun, þar sem maður þarf að skýra vel frá ástæðum fyrir ferðinni inn á Schengen, sýna tryggingar, sýna fram á framfærslu og þaðan af.

Að segja við mann eftir þetta ferli að það sé óvíst að aðilinn fái að koma inn í landið er bara nánast út í hött. Ég veit EKKERT hvað raunverulega lá á bak við þessa ákvörðun en hef ENGA trú á að það sé algengt að venjulegt fjölskyldufólk (sem eigi börn og maka sem eru Íslenskir ríkisborgarar), sé neitað um inkomu þrátt fyrir fullgylda vegabréfsáritun.



Takk fyrir.

Kjarri – thaiiceland

Kjartan Adolfsson

sunnudagur, 27. desember 2015

Hugleiðingar um stjórnmál.

Maður hefur lítið vit á stjórnmálum. En samt finnst manni samt alltaf að þeir sem eru við stjórn, séu alltaf að gera eitthvað öfugt við það sem maður ætlaði að kjósa. Þá skiptir ekki megin máli hvort þeir flokkar séu til hægri eða vinstri. Ég aðhillist þó frekar vinstri stefnu (jafnaðar), en hægri (skara að sér).

Ég hef oft verið að hugsa, af hverju staðan á Íslandi sé ennn (og reyndar allstaðar annarstaðar líka), að ríkir verða altaf ríkari á kostnað allra annarra. Það hlítur auðvitað að vera stefna allra (eða þeirra 90-95% sem eru ekki í hópi forréttindahópa), að jafna þessa stöðu. Samt virðist það vera þannig að flestir í þessum hópi, kjósi alltaf yfir sig það sama (eða nánast  sama), skítin eftir hverjar einustu kosningar. Og þó ótrúlegt sé að þá er það stundum meðvitað, þar sem fólk er að kjósa þá flokka sem gefa út á það að vera hagsmunahópar fyrir ójöfnuði. Hinir sem reyna þó að kjósa flokka sem gefa sig út að vera flokkar jöfnunar og jafnréttis, fá síðan oft blauta tusku í andlitið, þegar þeir flokkar komast  til valda (ég held þó að einhver munur sé á, þó hann sé ekki mikill).

Þá kemur  að megintilgangi þessara skrifa. Tækninni hefur flogið framm undanfarin ár og áratugi. Það má segja að fyrir um hundrað árum að þá var ekki hægt að framfylgja líðræðinu á annan hátt, en að kjósa einhvern fámennan hóp til að sjá um lýðræðið fyrir okkur. Þá var ekkert internet og ekkert sem heitir rafrænt fyrirkomulag. En nú er staðan önnur. Yfir 97% þjóðarinnar skiluðu skattaskýrslunni rafrænt á síðasta ári. Fyrir ekki svo mörgum árum, að þá var bara ekki hægt að skila henni (eða nokkru öðru), rafrænt.

Af hverju er ekki hægt að láta þjóðina hafa meiri áhrif á þjóðmálin á sama hátt. Sennilega að því að þá missa þessir aðilar sem vilja ráða öllu, eitthvað af sínum völdum, og það má auðvitað ekki. Við meigum auðvitað ekki kjósa neitt, nema þá sjálfa til að sjá um þetta allt "fyrir okkur".

Tæknin býður upp á að þessu verði breytt. Við eigum að eiga heimtingu á að geta átt meiri áhrif á hvernig mál fara á alþyngi. Það er stöðugt verið að mata okkur í fréttum, að í hinum og þessum skoðanakönnunum séu hinar og þessar niðurstöður. Yfirleitt mælist ekki mikill munur á niðurstöðum, eftir hvaðan kannanirnar eru gerðar. Það væri sjálfsagt hægt og sennilega tiltöluleg einfalt, að bjóða okkur að hafa áhrif á einhver mál á alþingi, með einhverskonar skoðannakönnunum, og þá sjálfsagt með þeim upplýsingum sem þarf til að gefa sér rétta niðurstöðu. Það væri hægt að búa til úrtak úr þjóðskrá, sem endurspeglaði fólkið í landinu (það er að segja þá sem eru þá komnir með kosningaaldur), og fá það til að gefa álit sitt á einhverjum málum alþyngis, og að sú niðurstaða hefði eitthvað vægi við endanlega niðurstöðu. Mér finnst í raun löngu komin tími á að fara að gera einhverjar tilraunir með svona. Og kannski verður eftir nokkur ár hægt að fá 97% þjóðarinnar til að kjósa um niðurstöðu, flestra ágreiningsefna á alþyngi.

Eins væri hægur vandi að skipta þessu "silfurskeiðafólki" á alþyngi út, og bara búa hreinlega til "úrtak úr þjóðskrá" til að bjóða setu á alþyngi. Þar yrði þó að vanda betur valið, því einhverjar reglur þyrfti að hafa á því úrtaki (sjálfsagt mundu menn t.d. ekki vilja fá síafbrotamenn á þing). Maður gæti hugsað sér að fyrst mundi vera ákveðin prósenta þingmanna valdir á þennan hátt og síðan smátt og smátt aukið í, þar til menn væru sáttir (hvort heldur að það væri 25%, 50% eða 100% þingmanna, valdir á þann hátt). Ég get ekki ýmindað mér að út úr því gæti komið eitthvað verra en það sem við erum alltaf með eftir hverjar kosningar núna.

Takk fyrir að lesa.
Kjarri - thaiiceland



laugardagur, 15. ágúst 2015

Bangkok á Thailensku

Allir vita að höfuðborg Thailands heitir Bangkok. En það eru hinsvegar ekki margir sem vita að á Thailensku heitir borgin ekki Bangkok, heldur Krung Thep. Ekki nóg með það, heldur er Krung Thep bara stytting á miklu lengra nafni.
Thailendingar kalla höfuðborgina sína Krung Thep, og það kemur fyrir (þó það sé reyndar ekki oft), að maður hittir einstaka fólk í sveitum landsins, sem hefur ekki hugmynd um hvað Bangkok er.
Þó nafnið Krung Thep sé algengast í samtölum milli manna, að þá er opinberlega oftast talað um Krung Thep Maha Nakhon. Samt er það líka stytting á miklu lengra nafni.
Segjum svo að einhver Thailendingur sé staddur á lestarstöð og ættlaði að kaupa miða til Bangkok og hann mundi rumsa út úr sér öllu nafninu, að þá yrði það svona.

Halló. Ég ættla að fá einn miða til -
"Krungthepmahanakhon Amonrattanakosin Mahintharayutthaya Mahadilokphop Noppharatratchathaniburirom Udomratchaniwetmahasathan Amonphimanawatansathit Sakkathattiyawitsanukamprasit"

Það sjá það allir að buna öllu þessu út úr sér í hvert sinn sem maður ættlaði til höfuðborgarinnar er bara meira en nóg fyrir flesta. þetta nafn er skráð í heimsmetabók Guinness sem lengsta staðarnafn í heiminum.

Sé nafnið þýtt yfir á ensku mundi það vera svona
City of angels, great city of immortals, magnificent city of the nine gems, seat of the king, city of royal palaces, home of gods incarnate, erected by Vishvakarman at Indra's behest.

Það er til Thailenskt lag þar sem textinn er bara nafnið á höfuðborginni. Þetta lag er  rúmar 6 mínutur á lengd og höfuðborgarnafnið endurtekið nokkrum sinnum í laginu (kannski um 6-7 sinnum, þó ég hafi ekki talið það). Enginn annar texti er í laginu, - bara nafnið á höfuðborginni.

Hér er linkur á lagið inni á youtube
https://www.youtube.com/watch?v=m7St5UhYUCE
Þetta er bara hið skemmtilegasta lag og alveg þess virði að hlusta á það.

Ég læt hér fylgja nafnið á höfuðborginni, skrifað með Thailensku letri.
กรุงเทพมหานคร อมรรัตนโกสินทร์ มหินทรายุธยา มหาดิลกภพ นพรัตนราชธานีบูรีรมย์ อุดมราชนิเวศน์มหาสถาน อมรพิมานอวตารสถิต สักกะทัตติยวิษณุกรรมประสิทธิ์

Takk fyrir að lesa.
Kjarri - thaiiceland

föstudagur, 31. júlí 2015

Að setja upp Linux á tölvu sem er með Windows 8.1

Nú eru orðin nokkur ár síðan ég fór að nota Linux. Upphaflega vildi ég bara prufa en endirinn varð sá að það er það stýrikerfi sem ég nota hvað mest.
Nú í vor keypti ég mér svo nýja fartölvu. Þetta er fín og falleg vél, en er með Windows 8.1, sem er held ég það leiðinlegasta stýrikerfi sem ég hef nokkrusinni notað (og ég byrjaði á að nota MS-DOS þegar það kom fyrst). Vegna þess hve leiðinlegt stýrikerfið er, hef ég lítið notað farvélina og oftast endað á að nota borðtölvuna heima. Ég sá á endanum að þetta gæti ekki gengið og ákvað að setja upp Linux á farvélina.
Að setja upp Linux á nýjustu tölvurnar er ekki eins og á eldri vélum. Nú er þetta hefðbundna BIOS eiginlega farið (eða ekki svo auðvelt að nálgast það), og í staðin er komið UEFI (Unified Extensible Firmware Interface, UEFI). Það ásamt fleyru gæti gert uppsetninguna á Linux ívið flóknari, en reyndar gekk upsetningin mjög vel. Fyrir LinuxMint þarf maður að slökkva á "SecureBoot" áður en maður getur sett stýrikerfið upp.

Ég lenti í einhverjum vandræðum í upphafi, því ég ættlaði að nota USB tengdan CD-spilara. Vélin vildi ekki starta sér upp þaðan. Þar sem ég átti ekki USB lykil, þá ættlaði ég að nota SD-kort og USB lesara. Það virkaði ekki heldur. Á endanum keypti ég mér USB-lykil og bjó til live-USB fyrir Linux-Mint og þá gekk þetta loksins upp. Það var tiltölulega lítið mál að setja upp Linux stýrikerfið, þó í uppsetnigu fann það ekki windows stýrikerfið. Þá þarf maður að passa upp á að uppsetningin "straui" ekki windowsið í burtu og maður velur annað en sjálfvirka uppsetningu, og þar velur maður hvaða partition maður ætlar að nota og allt það.

Uppsetningin gekk sinn vanagang. Síðan þegar henni var lokið að þá prufaði ég að endurræsa vélinna. Þar kom valmynd þar sem hægt var að velja hvaða stýrikerfi ætti að opna. Fyrst prufaði ég Windows-ið þar sem ég vildi vita að það væri allt í lagi. Windows-ið opnaði og allt var eðlilegt þar. Þá endurræsti ég aftur og valdi svo Linux Mint í valmyndinni. Þá opnaðist Mint-ið og ég var komin í mitt upáhalds stýrikerfi. Sennilega líður einhver tími þar til ég opna Windows-ið aftur.

föstudagur, 13. febrúar 2015

Um hvað lífið getur oft verið erfitt, en skondið um leið.

Í dag fór ég á fund hjá Forever Living. Þar hitti ég mann sem er að byrja sín fyrstu skref sem sjálfstæður söluaðili hjá Forever Living (í svipaðri stöðu og ég sjálfur). Við ræddum saman um heima og geyma og þar kom að talið barst í það að ég hafi átt heima í Thailandi í um átta ára skeið, og væri enn skráður í hjúskap við fyrrverandi konu mína, þó við hefðum lokið samvistum fyrir um níu árum síðan.
Í framhaldi af þessu samtali ákvað ég að setja þetta hér niður, þar sem þrátt fyrir að þetta sé grafalvarlegt og valdi okkur töluverðum vandræðum, að þá er þetta líka mjög broslegt alltsaman.

Það var fyrrihluta árs 2006 að fyrverandi hjónaband var komið í þrot. Við höfðum verið að fara í sitthvora áttina um langt skeið og það var komið allt of mikið gap á milli okkar. Gap sem ekki var brúað. Samt hafði aldrei komið í tal að slíta þessu. En þetta var ekki að ganga og það var bara spurning hvenær þetta mundi enda og á endanum fór svo að skilnaður var óumflýanlegur. Ég ættla ekki að fara út í ástæðurnar og deilurnar í skilnaðinum. Ef ég gerði það að þá væri ég auðvitað að skýra frá annarri hliðinni á því máli en ekki hinni og mér finnst það ekki rétt af mér, auk þess sem það væri mjög rang vegna barnanna okkar. 
Ég ættla hefja söguna frá samkomulagi sem við gerðum fyrir dómstólum í Surin í Thailandi. Eftir töluverð ósætti og stapp um skilnaðin var eina leiðin að leita á náðir dómstóla til að komast að niðurstöðu. Málið var að lokum tekið fyrir þann 24 apríl 2007 og þar komumst við að samkomulagi um meginatriði skilnaðarins. Bæði vorum við samþykk að skilja, og kemur fram á samkomulaginu að við ættlum ganga frá skilnaðinum á bæjarskrifstofum þar fyrir 4 mai sama ár. Hér kemur samkomulagið í heild sinni.
Síðar kom í ljós að framkvæmdin var ekki svo einföld eins og hún leit út á pappírunum. Þegar við fórum á bæjarskrifstofuna og ættluðum endanlega að ganga frá þessu að þá kom babb í bátin. Starfsmenn bæjarskrifstofuna sögðust ekki meiga ganga frá þessu og sögðu að þar sem við stofnuðum til hjúskapar á Íslandi að þá yrði að ljúka hjúskapnum hjá stjórnvöldum á Íslandi. Jæja þá var ekkert annað en að hafa samband til Íslands og klára málið þar. En nei.... eftir að hafa haft samband hingað til Íslands að þá var mér tjáð að þar sem við vorum bæði í Thailandi að þá væri ekki hægt að ganga frá skilnaðinum á Íslandi nema við kæmum sérstaklega til Sýslumans til þess (flug til Íslands). Mér var tjáð að við ættum að geta gengið frá þessu hjá Thailenskum stjórnvöldum. Aftur var farið á bæjarskrifstofuna en við fengum bara sömu svör og síðast. Þá var talað við lögfræðing sem hafði samband einhverja aðalskrifstofu í Bangkok og fékk þau svör að þetta ÆTTI að vera hægt en yrði að fara í gegnum sömu bæjarskrifstofu sem við höfðum farið á (þar sem fyrrverandi kona mín var búsett). Þrátt fyrir þessi svör var ekki hægt að hagga starfsmönnunum á bæjarskrifstofuni sem sögðu þetta ekki hægt og yrði að gerast á Íslandi.
Síðan var það í september sama ár sem ég kem til Íslands í skamman tíma. Fyrir þá ferð gerðum við annað samkomulag til að tryggja betur hugsanlega lausa enda í fyrra samkomulaginu (sjá hér).
Þegar til Íslands kom, fór ég til Sýslumans í Reykjavík og ættlaði nú að ganga frá þessu í eitt skipti fyrir öll. En allt á sama veg. Þó stæði skýrum stöfum í samkomulaginu frá dómstólum í Thailandi að við samþykktum bæði skilnað, að þá var það ekki nóg. Til að ganga frá skilnaðinum að þá varð annaðhvort hún sjálf að koma eða aðili með umboð hennar, til sýslumans til að staðfesta það að hún samþykkti skilnaðin. Samningurinn frá Thailandi breytti þar engu um. Ég lét hinsvegar bóka að ég sótti eftir skilnaði og ættlaði svo að reyna að fá hana til að fá sér umboðsmann.
Þegar út til Thailands var komið var maður aftur komin á byrjunarreit. Hún hafði ekkert samband við neinn á Íslandi og engin sem gæti verið umboðsmaður nema einhver í fjölskyldunni minni (sem Sýslumaður var ekkert allt of spenntur fyrir). Á endanum gafst maður bara upp.

Eftir samkomulagið úti í Thailandi, þá hafði ég kynnst annarri konu. Það var óbeint þeirri fyrrverandi að þakka, þar sem hún hafði haldið eftir vegabréfum krakkanna og á meðan ég var að útvega neyðarvegabréf hjá Ræðismanni Íslands í Bangkok, að þá gisti ég hjá gömlum kunningja. Hann vildi endilega kynna mér fyrir konu sem hann þekkti og nú er sú kona núverandi sambýliskona mín. Nú fyrir tæpum þremur árum að þá ákváðum við heimkomu til Íslands. Við gengum frá ferðamannaáritun til Íslands fyrir sambýliskonu mína (tekur styttri tíma), og ættluðum síðan að ganga frá dvalarleyfi þegar til Íslands væri komið. Þegar til Íslands var komið, í september 2012 (5 daga ferðalag sem ég ættla að skrifa í öðrum pistli), að þá fór að vandast málið. Við gátum (og getum ekki enn), skráð okkur í sambúð. Vegna þess, að þá gat sambýliskona mín ekki fengið dvalarleyfi vegna sambúðar við Íslending, þrátt fyrir að við gátum sýnt fram á sambúð í meira en fimm ár (árið 2012). Eftir nokkurn tíma að reyna að finna lausn, kom Útlendingastofnun með þá tillögu um að eina leiðin væri að hún fengi dvalarleyfi út á dóttur okkar (sem er Íslenskur ríkisborgari). Útlendingastofnun skildi aðstæður okkar og reyndi að komast til móts við okkur.
Við fluttum til Hafnar í Hornafirði og þá kom upp annað vandamál. Börn mín úr fyrra hjónabandi gátu ekki fengið skráð lögheimili á Íslandi. Til þess þurfti samþykki móður þeirra. Höfn er lítið bæjarfélag og þrátt fyrir þetta að þá fóru börnin í skóla. En þetta skapaði samt mikla óvissu, því á meðan börnin voru skráð með lögheimili í Thailandi að þá vissum við ekkert hvernig færi með öll þau réttindi sem við ættum rétt á. Hvað mundi gerast ef þær veiktust eða slösuðust? Hvað með alla aðra þjónustu? Eftir nokkra tölvupósta til Sjúkratrygginga, fékk ég loks tímabundna tryggingu í 20 mánuði á meðan hægt væri að koma lögheimilismálum í lag.
Á síðasta ári var þeim svo fengið lögheimili á Íslandi með vísan í samkomulagið frá Thailandi. Auðvitað höfum við ekki fengið barnabætur með þeim frá því við fluttum til Íslands (en ættum sennilega að fá þær héðan af).

Af skilnaðarmálinu er það að segja að ég fékk mér lögfræðin í janúar 2013 til að klára þetta mál. Eftir að hafa tekið á annað ár, kom í ljós að stefna sem send var til Thailands (til minar fyrrverandi), og átti að hafa verið send mjög tímanlega, barst of seint. Kvittað var fyrir móttöku stefnunar, tveim dögum of seint fyrir lágmark byrtingartíma stefnu. Málinu var vísað frá af þeim sökum.
Og ennnnnnn og aftur er það komið á byrjunarreit, tæpum átta árum frá því samkomulagið var gert í Thailandi. Nú er lögfræðingurinn að undirbúa annað mál til að freystast til að ljúka þessu. En á meðan höldum við sambýliskona mín saman heimili. Hjá okkur búa dóttir okkar, og dætur mínar frá fyrra hjónabandi. Við eigum von á okkar öðru barni saman (eftir aðeins örfáa daga). Við erum samt ekki í sambúð. Við búum bara saman í "synd" eða eitthvað. Við getum ekki gift okkur, skráð okkur í sambúð eða nokkuð annað. Svo er annað... Hvernig væri fjölskildan stödd ef eitthvað kæmi fyrir fjölskylduföðurinn. Engin reiknar með að nokkuð gerist og það eru engar líkur á þvi. En maður verður samt að taka það með í reikningin og hvar væri fjölskyldan þá stödd???

Við höfum verið að spá í að fara í heimsókn til Thailands. Maður er samt smeikur þar sem ekkert er öruggt hjá okkur. Með því að fara úr landi, er maður þá ekki að taka áhættu varðandi börnin? Gæti kerfinu dottið eitthvað vandamál í hug? Er lögheimilisskráning barnana alveg örugg?
Ég held að við "ættum" ekki að þurfra að hafa áhyggjur..... en eins og hlutirnir hafa gengið hingað til að þá er maður í raun alls ekki öruggur.

Jæja læt þetta duga af þessu máli.
Kveðja frá okkur thaiiceland fjölskyldunni.



    

laugardagur, 3. janúar 2015

Nýja vefsíðan okkar

Jæja þá er nýja vefsíðan okkar thaiiceland.is að fá á sig mynd. Eins og oftast að þá er búið að eyða mörgum klukkutímum í að hanna, skoða, breyta, skoða aftur, laga og breyta, skoða enn aftur og...... þar til maður er loksins komin á þann stað að maður er nokkuð sáttur með árangurinn. Auðvitað er búið að leysa mörg vandamál í millitíðinni, til að ná þessum áfanga.
Eitt fyrsta vandamálið tengdist myndaalbúmminu. Það virkaði bara ekki og það var ekki fyrr en eftir margar tilraunir og breytingar að ég komst að því að sennilega var eitthvað "conflict" á milli "script-a" hjá picasaweb album-inu og "script-um" vefsíðunar minnar. Sú leið sem ég fór til að komast framhjá þessu vandamáli var að búa til sérstaka síðu bara til að sýna myndirnar og byrta þessa síðu í svokölluðu "iframe", sem er gluggi inni í aðalvefsíðunni. Notandi sem skoðar síðuna veit ekkert af þessum glugga, því síðan byrtist eins og um eina vefsíðu er að ræða. Samt eru þarna tvær síður. Ein sem er með sameiginlegt útlit alls vefsins (það er hausin og linkarnir allt þar, + "fóturinn" eða neðsti hluti síðurnar). Inni í miðjuni er síðan gluggi (sem engin sér), og þar inni í opnast önnur vefsíða sem inniheldur picasavef-myndirnar. Sú síða þarf ekki að hafa haus og fót sameiginlegu síðunar, heldur byrtir bara myndirnar, og þá þarf sú síða bara að innihalda "script" fyrir picasavef og þá verður ekkert vandamál á milli "script-a".

Eitt af öðrum vandamálunum var að eiga við Bloggið. Fyrst var að ákveða hvort ég ættlaði að hýsa bloggið sjálfur, eða stofna bloggið á einhverjum af hinum fjölda bloggvefja. Eftir smá umhugsun að þá ákvað ég að byrja á að vera með bloggið á einvherjum bloggvefnum, og ef ég verði duglegur að blogga (eða fjölskyldumeðlimirnir), að þá fara út í að hýsa þetta á vefnum mínum. Með þessu að þá þarf ég ekki að fara í að innstalla WordPress, Joomla, Drupal eða eitthvað annað bloggforrit inn á hýsinguna hjá mér og setja það allt saman upp. Það er auðvitað MIKLU betra að vera með þetta sjálfur. En á meðan ég veit ekki hvort ég verði mikill bloggari eða ekki, að þá finnst mér ekki komin tími á þessháttar aðgerðir.
Eftir þessa ákvörðun þurfti að finna aðferð til að byrta bloggin á vefnum mínum. Það eru nokkrar vefsíður sem bjóða upp á svoleiðis aðferðir og þá var það bara spurning hvar ég tæki mína lausn. Eftir að gera samanburð á þremur síðum að þá valdi ég feed2js.org (http://feed2js.org/). Útlitið frá þeim er mjög gott og eins get ég valið að þegar smellt er á bloggið, að þá opnist það í nýjum glugga.

Svona tekur maður einn og einn hlut í einu og leysir þau vandamál sem verða, þar til maður er búin að klára vefin. Einhverstaðar í miðju ferlinu tókst mér að ganga frá "Contact Us" hlutanum. Síðan þegar ég var að gera prufur að senda póst að þá komst ég að því að stundum fékk ég póst, og stundum ekki. Þetta var html og php kóðar sem ég fann hlóð niður af netinu. In í þessu var heljarinnar "skript" skjal og það svo mikið og langt að ég gat engan vegin skoðað og áttað mig á því öllu. Ég er alltaf hálf smeikur við svona sem maður getur ekki skoðað allt. Í heimi þar sem allt er fullt af vírusum og forritum sem stela auðkennum, að þá finnst mér alltaf varasamt að nota eitthvað sem maður veit ekki hvað er.
Ég ákvað að gera aðra leit og fann miklu einfaldari php skjal sem ég skildi og gat þá lagað til eftir mínum þörfum, þar til ég var sáttur við útlit og útkomu. Þá kom upp annað vandamál. Þeir póstar sem ég fékk frá þessu, komu ekki með íslensk tákn, heldur alskonar bull í staðin fyrir íslensku stafina. þá var að gera aðra leit og finna út hvernig hægt væri að laga það. Eftir mjög mikla leit (virðist ekki vera mikið um lausnir á þessu), að þá loks fann ég aðferð til að halda íslensku stöfunum. Þetta vandamál tengist php skjalinu (því skjali sem býr til tölvupóstinn). html skjalið tekur við upplýsingunum frá gesti á vefsíðuna og skilar útkomunni yfir til php skjalsins. Það skjal raðar svo þessum upplýsingum í viðeigandi hluta tölvupóstsins (frá hvaða póstfangi, á hvaða póstfang, Cc póstfang, reply póstfang, subject og síðan en ekki síst innihald póstsins). php skjalið vinnur venjulega ekki með alþjóðleg tákn og skilar þeim sem eitthvað bull í póstinum sem skjalið sendir frá sér. Það er ekki nema með sérstökum aukalínum í kóðanum sem maður kemst framhjá þessu vandamáli og fær tölvupóstin á góðri íslensku (eða jafngóðri og gesturinn skrifar:) ). 

Svona er þetta nú, og loksins á síðasta degi, síðasta árs (2014), tókst mér að klára þessi vandamál öll og var orðin nokkuð sáttur með útkomuna.
Svona er það að setja upp vef. Þolinmæði og aftur þolinmæði. Endalaus vandamál sem þarf að finna lausn á. En með því að halda stöðugt áfram, að þá kemur að því að maður finnur allar lausnir og verður sáttur.

Kveðja
Kjarri - thaiiceland




föstudagur, 26. desember 2014

Fyrsta thaiiceland.is bloggið


Jæja..... Hér er fyrsta thaiiceland.is, bloggið okkar.
Þetta verður stutt blogg, bara til að sjá að allt virki og líti út eins og á að vera. Þó að ég (Kjarri), verð ekki svo mjög virkur í blogginu, þá kemur alltaf einhverntíman fyrir að maður vill koma einhverju frá sér. Eins vona ég að aðrir meðlimir fjölskyldunar (thaiiceland-fjölskyldunar), komi til með að skrifa hér líka og þá tekst kannski að ná að blogga nokkuð reglulega. Svo er þá líka mögulegt að það komi blogg á Thailensku, (konan mín og jafnvel dætur gætu þá átt til að blogga á Thailensku).
Fyrstu tölvurnar í thaiiceland netkaffinu - 2004


Til að hafa eitthvað að tala um í þessari færslu, þá ættla ég bara að rekja sögu thaiiceland vefjana.
Í september 2004, fluttum við fjölskyldan út til Thailands. Í enda nóvember sama ár, þá opnuðum við lítið internet-kaffi (mjög lítið í byrjun), og í desember ákvað ég að fá mér lén. Þá keypti ég thaiiceland.com lénið. Ég setti það upp og hafði það sem upphafsíðu á þeim tölvum sem við vorum með í internet-kaffinu. Upphaflega var þetta mjög einföld heimasíða. Ég kunni ekki mikið fyrir mér í html-forritun og fannst bara gott þegar ég gat látið þetta virka.
Fljótlega var húsnæðið orðið allt of lítið -2005
Smátt og smátt lagaði ég og "betrumbætti" heimasíðuna, allt eftir því hvernig mér tókst að auka html-kunnáttuna, þá helst með því að leita að lausnum á internetinu. 
En allan tíman langaði mér alltaf að eignast íslenska lénið líka. Íslensku lénin voru (og eru enn), dýrari en lén sem enda á .com eða .net, og ég gerði aldrei úr því að kaupa mér íslenska lénið.


Eftir að við fluttum aftur heim til Íslands, í september 2012, að þá hefur lönguninn eftir .is léninu aukist til muna.
Nú er ég búin að eiga thaiiceland.com í um 10 ár, svo mér fannst eiginlega vera komin tími á að láta draumin rætast og kaupa íslenska lénið. Núna á 10 ára afmæli thaiiceland.com lét ég svo verða af því að kaupa lénið.
thaiiceland internet-kaffið í nýju húsnæði - 2006
Komið í betra húsnæði - 2006
Þegar ég var búin að kaupa lénið að þá fór ég að leita að hýsingu fyrir lénið. Ég er með hýsingu fyrir thaiiceland.com vefin, hjá webs.com. Ég hef fundist þeir veita góða þjónustu og líkar að mörgu leiti vel við þá. Hins vegar finnst mér líka vanta margt þar, og þessvegna ákvað ég að leita annarstaðar fyrir hýsingu á nýja vefnum. Eftir mikla leit að þá ákvað ég að velja annan erlendan hýsingar-aðila. Verðið var tiltölulega gott og þetta virtist vera stórt og nokkuð öruggt fyrirtæki, og allar þjónustur sem ég vildi voru innifaldar í verðinu. Þar bauðst mér líka lén (frítt), innifalið í verðinu. Íslensk lén eru dyrari og þau fær maður ekki frí. Ég ákvað að fá mér þá .net endinguna og hýsa svo báðar síðurnar þarna. Hjá þeim kostar ekkert aukalega að hýsa mörg lén á einni áskrift.
thaiiceland netkaffið (Farrang-Internet) - 2006
En þá kom bab í bátin. Þegar ég var búin að kaupa .net lénið (thaiiceland.net), að þá komst ég að því að isnic (fyrirtækið sem sér um öll íslensku .is lénin), er ekki með þjónustusamning við þennan aðila. Þó ég hafi haldið úti vefsíðu í 10 ár, þá hélt ég allan tíman að ég gæti flutt hýsinguna bara hvert sem er, og datt ekki í hug að þarna þurfti að vera þjónustusamningur á milli. 
isnic er með samninga við fjöldan allan af bæði Íslenskum og erlendum hýsingar-aðilum, en bara ekki við þann aðila sem ég var búin að kaupa áskrift hjá.... Það þíðir að ég keypti .net lénið, í raun án þess að þurfa þess (og áskriftina á hýsingunni líka). Ég keypti 3ja ára áskrift á hýsingu þar og skoða það bara þegar þar að kemur, hvort ég haldi .net léninu, (auðvitað er gaman að eiga það, en kannski óþarfa bruðl).

Ég ákvað að láta Íslenska lénið vera á Íslensku (að mestu leiti, það eru einhver atriði á ensku). Til að byrja með, þá afritaði ég Íslensku síðurnar og nota þær líka á .net léninu. Ég reikna með að breyta því síðar og setja þá síðu annaðhvort á Ensku eða Thailensku (ef konan mín getur hjálpað mér við það).

Jæja.. þetta stutta blog er orðið allt of langt og tími til að hætta núna.
Vonast til að skrifa eitthvað skemmtilegt fljótlega.

Kveðja.
Kjarri - thaiiceland.